Þú fyrirgefur mér vonandi, en ég held að þú vitir ekkert voðalega mikið um hunda :/
Ef að hundur bítur manneskju er honum í 99% tilfella lógað, en sumir hvolpar glefsa, sem er eðlilegt, þeir gleyma sér í hita leiksins. Svona rétt eins og börn eiga það til að bíta óvart þegar að þau gleyma sér í leik ..
Þetta með að naga inniskó tengist nú oft tanntöku, eða nagþörf, flestir hundar leggjast ekki á skó, (ekkert sérstaklega inniskór sem er ráðist á held ég)þeir naga bein í staðinn sem eru keypt fyrir þá í búð, oftast bein úr geitaskinni eða nautshúð, líka til þurrkuð svínseyru sem að flestum hundum finnast mjög góð.
Hundar slást auðvitað, alveg eins og börn og fólk almennt, en það er sjaldan sem það fer út í blóðbað, og þetta er oftast til að akvarfa goggunarröðina, þeir verða auðvitað að hafa virðingarröðina á hreinu, og oft slást þeir útaf lóðatíkum.
Hundar eru í mörgu líkir börnum, þeir hafa eðli sem ekki verður breytt, en það er á valdi uppalenda hvort að barnið eða hundurinn læri að haga sér eins og ætlast er til, þó að auðvitað geti þeir misst stjórn á sér, eins og við öll.
Ég held að langflestir hundaeigendur séu til fyrirmyndar, en það eru alltaf svartir sauðir inn á milli sem skemma fyrir öllum hinum.
Bestu kveðjur, Sallý <br><br>——————————
“Work like you don't need the money, love like you've never been hurt and dance like no one else is watching”