Wonderful, wonderful.
Ruslafötur Reykjavíkurborgar! :/
Finnst ykkur ekki alveg óþolandi þegar þið eruð í gönguferð með hundinn ykkar, hann skítur og svo þurfiði að bera skítinn í vasanum hvílíkt lengi af því að það er engin ruslafata nálægt?! Að sjálfsögðu tek ég samt upp skítinn eftir hundinn minn - það er víst alltaf verið að kvarta yfir því að það sé ekki gert, meina þá af þeim sem ekki eiga hunda, segja að hundaeigendur verði að gera þetta & mér finnst það alveg sanngjarnt, ég meina, mér finnst ógeðslegt að mæta skít á leiðinni einhvert.. :/ - En er þá ekki nauðsynlegt að setja ruslafötur aðeins víðar svo maður þurfi ekki að ganga með skítinn í vasanum? (jú, ég set hann fyrst í poka..) - Samt, Reykjavíkurborg gæti alveg sett fleiri ruslafötur… :/ Sammála?