Dalmatíubrjáluðtík
Ég var með saklausu 10mánaða Weimaranertíkina hennar systar minnar á Landakotstúni í fyrradag og það var lítið barn að klappa henni. Kom þa ekki brjáluð Dalmatíutík og réðst á hana, er eðlilegt að sumir hundar séu svona. Salka(Weimtíkin) var nú frekar skelkuð og öll í blóði, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera þannig að ég hljóp heim með hana og bjó um sárin. Hinn eigandinn leit ekki einu sinni á tíkina og spurði hvort að væri í lagi. Hún sagði bara “*****, komdu hingað”. Hún sá alveg hvað gerðist. Hvernig á maður að bregðast við svona?