Hjálp með hundinn
Við fengum okkur Silki terrier hund fyrir stuttu . Undanfarið hefur hann tekið uppá því að pissa á sig ef maður er að fara skamma hann. T.d. Ef hann mígur á gólfið (merkir sér) og maður segir “Kolur!”(nafnið hanns) og labbar að honum og ætlar að taka hann upp og sína honum pissið og svo setja hann inní búr þá mígur hann á sig þegar maður er að fara taka hann upp. Og ástandið er nú enn verra með húsbóndann á hemilinu (pabba:), ef pabbi ætlar réttsvo að klappa honum, mígur hann strax á gólfið :S, Við höfum aldrei farið illa með þennan hund, slegið hann eða svo. Var bara spá, er þetta stress eða bara einhverskonar vörn frá því að vera skammaður?