Þetta er Watson. (sjá hlekki á myndir fyrir neðan)

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hann þurfi miklu meiri frjálsa hreyfingu á dag en ég get með nokkru móti boðið honum upp á, og leita því góðs heimilis fyrir hann í sveit, þar sem hann getur spriklað um og notið sín.

Nánari upplýsingar:

Watson er orðinn 2 1/2 árs. Hann er blendingur af Border Collie og Collie, og að sögn voru báðir foreldrar hreinir. Ég tók hann að mér sem hvolp, þegar fjölskyldumeðlimur sem hafði ekkert vit á hundum fékk hann í vanhugsaða afmælisgjöf.

Hann er Gulllmedalíuhafi á hvolpanámskeiði hjá Gallerí Voff, og er almennt mjög hlýðinn og húsbóndahollur. Hann ólst upp á heimili þar sem er líka köttur, og er búinn að vera varðhundur litlu dóttur minnar frá fæðingu, en hún er nú 18 mánaða. Hann er ljúfur og ástríkur, en hann passar líka heimilið. Það þýðir að hann rekur upp bofs þegar fólk er nærri húsinu og við dyrnar. Það er honum eðlislægt, og verður ekki vanið af honum. Ekki er hann þó betri varðhundur en svo að síðan tekur hann hlýlega á móti þeim sem koma, hverjir sem það kunna að vera.

Hann hefur verið með mér alla daga í vinnunni, og er því vanur miklum félagsskap, og hér tekur hann á móti öllum sem koma, og er það heilmikil traffík. Best kann hann þó við sig á víðavangi, þar sem hann getur hlaupið nánast endalaust. Hann er í frábæru líkamlegu formi, enda fær hann sjaldnast minna en klukkutíma á dag í frjálsa hreyfingu.

Hann hefur ekki sýnt merki um grimmd, en tekur misvél í félagsskap annarra hunda eftir að hann var geldur, suma elskar hann, en hann er varkár gagnvart öðrum.

Hann gengur ágætlega við hæl, en er ekki sérstaklega hrifinn af ólinni.

Hann er eins og áður segir mikill vinnuhundur, enda smali í báðar ættir. Sennilega of mikill vinnuhundur til að una sér vel hjá okkur. Ég finn hvað honum líður miklu betur og hvað hann er yfirvegaður og ánægður þegar hann fær næga hreyfingu.

Sendið póst á pedro@filmus.is til þess að fá frekari upplýsingar.

http://www.filmus.is/donpedro/watson/DSC03099.jpg
http://www.filmus.is/donpedro/watson/DSC07114.jpg
http://www.filmus.is/donpedro/watson/DSCF0067.jpg