Hundurinn minn var bitinn af Boxer, og
eftir slagsmálin tók ég eftir bitsári
á trýninu. Það blæddi smávegis nokkrum
dögum seinna (kanski voffi svona seinn
að fatta tíhí) en allavega, eftir þetta
er hann með útferð úr augum sem er ljósgræn
á litinn.
Veit einhver hvort þetta er tengt bitinu
eða bara einhver augn-vírus sem smitast
á milli hunda. Ég vil taka fram að ég
læt sprauta voffann minn á réttum tíma og
hann er nýbúinn í sprautu fyrir þetta árið.


Útí annað,… hafið þið eitthvað að segja mér
frá hundasvæðinu í Mosfellssveitinni?