Það fór bara hrollur um mig þegar ég sá forsíðu fréttablaðsins fyrir stuttu .
Ég meina….hver getur skilið 8 vikna gamla hvolpa eftir á víðavangi og eins og það sé ekki nó….þá er frost líka
Því miður þá er þetta ekki einsdæmi…..munum sjálfsagt öll eftir hvolpinum sem var hent….
Skil bara ekki hvað fólk er að gera með því að halda gæludýr. Jú, sjálfsagt hefur tíkin orðið hvolpafull fyrir slisni en það er minnsta mál að koma í veg fyrir það. Fólk getur valið milli aðgerðar eða sprautu, svo er líka alltaf eyðing.
Nei, ég veit ekki hvað fólk er að hugsa….jújú, það er dýrt að fara til dýra en það réttlætir enganveigin þessa meðferð á hvolpa greyunum.
Ef það er ekki svona fólk sem grefur undan hundamenningunni þá veit ég ekki hverjir gera það.
Úff, varð aðeins að pústa….nógu reyð var ég þegar ég sá þessa frétt í morgunn.