Púðluhundurinn Preta er enginn venjulegur hundur. Stundvíslega á hverjum sunnudagsmorgni klukkan 5, undanfarin þrjú ár, hefur hann haldið af stað frá heimili eiganda síns í portúgalska bænum Sobrado, til að ná messunni sem hefst klukkan 7.30 í nágrannabænum Ermesinde.
Preta, sem er fyrrum flækingshundur, gengur ávallt einn til kirkju, alls 26 kílómetra langa leið. Þegar þangað er komið kemur hann sér fyrir á uppáhaldsstaðnum sínum við hliðina á altarinu og þegar kirkjugestirnir standa upp eða setjast niður gerir Preta slíkt hið sama. Þegar messunni lýkur gengur Preta oftast einn heim á leið en fær þó stundum far hjá kunningja sínum. Að því er kemur fram á fréttavef Reuters hefur kirkjugestum í Ermesinde, sem vilja berja hinn kirkjurækna púðluhund augum, fjölgað verulega undanfarið.
Dúllan :)<br><br>Skoðið heimasíðuna mína, takið þátt í könnuninni og skrifið ykkur í gestabókina mína!!
Just ask yourself: WWCD!