Ég rakst á allveg snilldar þætti sem ég verð að deila með öðrum hundaeigendum.
http://channel.nationalgeographic.com/channel/dogwhisperer/
Cesar millan fer heim til fólks sem á hunda sem eru með allskonar vandamál og greiðir úr þeim og kennir fólki að ala upp hundana sína.
Hann tekur fyrir hunda sem eru með allskonar vandamál allt frá því að það sé ekki hægt að klappa þeim og að þeir séu að bíta fólk.
Hundurinn minn átti við það vandamál að stríða að gelta alltaf þegar var bankað á hurðina eða þegar hún heyrði í einhverjum labba fyrir utan, það tók einn dag að venja hana af því eftir að ég horfði á þessa þætti.
Núna er ég bara að bíða eftir þætti þar sem hann kennir hundum að hætta að opna allar hurðir og skápa svo ég geti nú gert eitthvað í því með hundinum mínum.