Ég á Hreinræktaða Rottweiler tík. Það er betra að eiga hund sem er í stærri kantinum. Það hefur sannað sig að þeir minni eru oftar grimmari og háværari.
Ég hef sjálfur orðið fyrir miklum fordómum í minn garð og í garð hundsins míns. Það eru aðalega eigendur minni hundanna sem eru að gagnrýna mig og hundinn minn. Besta dæmið er þegar ég var niðri í bæ og hitta mann með lítinn pommmeranian. Þegar við hittum hann settist hundurinn minn niður og horfði á pommann, eigandinn spurði mig hvernig hundur þetta væri og ég sagði honum það. Þá sagði hann við mig “rottweiler er svo grimmur” og svo trylltist pomminn og reyndi að ráðast á rottann minn beit eiganda sinn og klóraði því hann var að reyna að halda honum. Og fíflið var að halda því fram að MINN hundur væri grimmur!
Og svo er ég með hvolpinn minn á hundanámskeiði, gömlu kellingarnar með smá hundana spurðu hvort stóru hundarnir yrðu virkilega með litlu hundunum. Þeir væru svo hættulegir!
Núna hinsvegar eru þær geðveikt skömmustulegar því hundarnir þeirra eru geltandi og urrandi allan tímann sem við erum í tímunum og stóru hundarnir eru stilltir og hlóðlátir (fyrir utan það að þeir eru að tosa á fullu í taumana að reyna að komast til að leika við hina hundana)
Skoðiði myndasíðuna á blog.central.is/ronja-rotti segiði svo að þetta séu grimmir hundar!