Okey, ég lenti í algjörlega sama málinu.
Þú þarft að hleypa henni mikið oftar út en þetta, pissar hún bara á einn sérstakann stað ?
Eða er þetta bara allover? Eins líka að þegar að þú ferð út að viðra hana pissar hún þá í hvert sinn ? Mér reyndist best að fara út með mína og bara algerlega hundsa hana, ekki yrða á hana eða neitt þar til að hún væri búin að ljúka sér af, þá fagnaði ég henni mjög vel, jafnvel með nammibita líka (ost, skinku)
Ef að hún pissar á pappír, prófaðu þá að færa pappírinn nær dyrunum, og þegar að þið eruð að fara út að pissa, segðu þá “út að pissa” við hana … það var eins og mín setti það loksins saman, svo þegar að ég sagði pissa, þá labbaði hún að dyrunum ef að henni var mál.
Annars getur þú líka kíkt í gamlar greinar hér á hundar og skoðað svörin sem voru send inn við mínum greinum, ég fékk rosalega mörg virkilega góð svör!
Gangi þér vel :)<br><br>Zallý
Það er ekki það að hún sé lítið úti, því að það má segja að hún sé úti mest allan daginn, hún fær bara að drekka á morgnana, í hádeginu og svo á kvöldinn, síða er farinn góður göngutúr. Kannski er þetta eins og með mannfólkið, lítill blaðra?? En ég ætla að prófa þarna nokkrar aðferðir sem ég hef ekki prófað áður og vonandi gengur það. Það er líka eitt hún er allveg rosalega þrjósk, hundaþjálfari sem skoðaði hana sagði að hún væri rosalega sterkur (skemmtilegur) karakter. En hún er líka mjög skemmtileg að öðru leiti, gæf og fljótt að læra kúnstir. Bara þrjósk.
0