Þannig er mál með vexti að hundinum okkar, hreinræktuðum Golden Retriever, var stolið úr garðinum okkar af einhverjum stórskemmdum krakka, sem svo hringdi í hundafangara af einskærum og hreinum hrottaskap, bara til þess að koma einhverjum í vandræði. Við þurftum svo að bíða þangað til eftir helgina (semsagt í dag) til að ná í greyið hann Barón, og borga þar af 50.000 kall! Sem við eigum ekki!
Hvaða andskotans fífl gera svona lagað? Hefur fólk enga samvisku? Taka hund á leik í garði og láta hundafangara hrifsa hann? Mind you hann var ekkert smá taugaveiklaður þegar hann kom heim. Hefur einhver annar lent í þessu?