Ég ætla að deila með ykkur skondnum sögum um hundinn og köttinn minn.

Hundinum og kettinum mínum kom ekkert sérlega vel saman, en áttu skemmtilegar reynslu-sögur saman…

Kötturinn var alltaf að drekka úr vatnsdalli hundsins míns, það fór mjög í taugarnar á hundinum, en einn daginn náði það hámarki, hundurinn tók í ólina á kettinum og labbaði með hann út, bara sí svona… :P

Svo stundum beið hundurinn minn eftir kettinum, og þegar kötturinn kom inn um gluggan og ætlaði að hoppa niður á gólf, greip hundurinn köttinn í loftinu

Þau voru svona eins og þessu dæmigerðu ‘'hundur og köttur’' í bíómyndunum :)

Svo einu sinni þegar pabbi var nývaknaður, með hárið allt úfið uppí loft, þá hélt hundurinn minn að hann væri að setja upp svona kamb (þegar hundar eru reiðir) og urraði þá á pabba, það var frekar fyndið :D

En eftir smá tíma sáum við að þetta gekk ekki að vera með hundinn og köttinn saman svo við gáfum vinafólki okkar köttinn, það var kettinum fyrir bestu :)

Já, skondin þessi dýr…