Tóta
Fyrir mér er Tóta langbesti hundur í heiminum.Ég hef alltaf átt hana frá því ég fæddist. Tóta er að verða 15 ára í mannaárum í ágúst en 105 í mannaárum.Hún Tóta hefur aldrei farið í hlýðnisskóla né neitt þannig eins og margir hundar hafa farið í. Tóta er fædd í Garðinum og þar fengu mamma og pabbi hana. Hún er hvít og er blönduð. Hún heyrir frekar illa en er samt alveg í lagi. Þegar ég og systir mín vorum litlar og ætluðum að kaupa okkur nammi í Nýung sem var nálægt fór Tóta alltaf með okkur og beið fyrir utan og snýkti síðan af öllum. Þegar ég var lítil(í kerru) var systir mín eitthvað 2-3 ára og hún hafði orðið eitthvað reið út í mömmu. Síðan var mamma eitthvað að elda og Sigga labbaði út. Hún fór út á götu og labbaði áfram. Tóta elti hana. Síðan kom systir mín að götu sem var mikið keyrt og ætlaði systir mín yfir en Tóta fór fyrir framan hana alltaf þegar hún ætlaði yfir svo að hún komst ekki yfir. Þetta var svona í smá stund og síðan kom kona og horfði á þetta í smá stund. Allir i hverfinu voru að leita að systur minni og konan kom síðan með henni heim og sagði frá þessu. Síðan í fyrra þegar hún var 14 ára héldum við og vinkona mín fermingarveislu handa Tótu og hún fékk köku í fermingargjöf. Tóta er ljúf og góð og hikar ekki við að vernda alla sem þykir vænt um hana;)