Að missa besta vin sinn.
Dagsetninguna man ég ekki en það var um sumar sem hundurinn minn dó hann bar nafnið Pjakkur og þjáðist að gigtveiki ég ólst upp með hounm ég var með honum á hverjum degi hann fór aldrei burt þótt ég togaði í skottið á honum eða kleip í eyrun hans…það var eins og hann vissi að ég væri bara barn. Hann fylgdi mér hvert sem ég fór. Hann var besti vinur minn. Það var eitt augnablik sem ég man svo vel eftir…það var þegar mamma var að gefa honum að borða og fór svo inn í eldhús og allt í einu heyrðum við hann væla og við fórum til hans þá stóð hann þarna yfir matnum ósnertum og horfði á okkur með þessum fallegu augum hann var að væla af því að mamma gleymdi að segja ‘'gjörðu svo vel’' og þegar hún gerði það þau fór hann að borða alveg dauðfegin. Kostulegur hann Pjakkur. En eitt sumar fór ég í útilegu með bestu vinkonu minni. Við f´rum að skoða okkur um í skóginum og þar fundum við sandsteina ég fann hæfilega stóran stein og risti nafnið hans Pjakks í steininn og svo tók ég steininn upp og við lögðum af stað uppí tjald..steinninn var svolítið þungur þannig að systir vinkonu minnar tók hann fyrir mig og hélt á honum..en hún missti hann og hann brotnaði …mér fannst þetta vera merki um að Pjakkur væri dáinn… Besta vinkona mín gaf mér steininn sinn sem hún tók með sér og ég risti nafnið hans í þann stein en þegar ég kom svo heim úr útilegunni þá hljóp ég einn og fann Pjakk hvergi og svo fór ég til mömmu og spurði ‘'hvar er pjakkur?’'…og hún sagði..''hann er dáinn''…þennan dag á þessu augnabliki fannst mér heimurinn vera að hrynja…ég hafði og hef aldrei grátið eins mikið og lengi..ég grét á hverju kvöldi. En stuttu eftir dauða hans fannst mér ég sjá hann liggjandi inn í forstofu….við jörðuðum hann útí garði og ég setti steininn á leiðið hans…ég sakna hans enn í dag og minningin um hann mun aldrei glatast.