Það sem ég myndi gera er þetta …
Hafðu langan spotta í hundinum, eða þá framlengingaról, og í hvert sinn sem þú kallar í hundinn skaltu toga í bandið þannig að hann fatti hvað þú ert að reyna að kenna honum. Þegar hann kemur til þín skaltu fagna honum mjög vel og jafnvel gefa honum smá skinkubita eða ost eða eitthvað sem honum þykir gott :)
Og alls ekki sleppa honum lausum fyrr en hann er búinn að læra þetta fullkomlega. Þetta gæti tekið smá tíma en er samt vel þess virði, það er hrikalega erfitt að vera með hund sem hlýðir ekki kalli.
En þetta með geltið .. get ekkert ráðlagt þér þar, er sjálf með tík sem geltir eins og hálfviti í hvert sinn sem ég fer með hana út. Það væri helst að kíkja í greinar og leita að grein sem heitir gelt .. þar voru nokkur mjög góð ráð :)<br><br>Zallý