Skotta mín
Skotta leit dagsins í ljós þann 14 Júni 1999. Hún kom til okkar tveimur vikum eftir að við misstum gömlu tíkina okkar úr veikindum. Hún var rosalega skemmtilegur hundur. Barngóð, hlýðin. Hún átti til að láta eins og maður. Þegar hún var 1 árs þá eignaðist elsta systir mín dóttur og það þótti henni Skottu skrítið. Lítið barn á heimilinu! En hún vandist því fljótt og þegar stelpan stækkaði þá léku þær sér mikið saman. Árið eftir (2001) eignaðist systir mín strák og þegar hann hafði aldur til þá léku þau sér mikið saman. Svo var hún mjög góð við krakka sem hún þekkti (hún þekkti lyktina af um það bil 50 manneskjum og var ekki eins með alla). 19. Febrúar var ósköp venjulegur dagur. Ég fór með pabba upp í sveit eins og maður gerir alltaf með honum öðru hvoru, og við tókum Skottu með. Við leyfðum henni alltaf að hlaupa u.þ.b 2 km í hvert skipti sem við vorum utanbæjar. Við vorum lögð af stað í myrkri og svo kom bíll á móti okkur og keyrði á Skottu. Hún “lést samstundis”. Hún var grafin hjá gömlu tíkinni okkar.
Ég sakna hennar mikið oft í daglegu lífi mínu. :'(