Dobermann á Íslandi
Dobermann er búin að ná fótfestu hér á Íslandi þrátt fyrir að innflutningur á honum hafi verið bannaður þar til nýlega.
Til að kynnast þessari tegund og til að öðlast betri þekkingu á heilbrigði, eiginleikum og ræktunarkröfum er þörf á að stofna félagsskap Dobermann eigenda og áhugamanna um þessa yndislegu tegund.
Markmið þessa félagsskapar er að halda utan um skráningu þeirra hunda sem komið hafa til landssins, þá sem eru hér og þá sem að undan þeim hafa komið, eins og staðan er í dag eru tvö hundaræktunarfélög starfandi og einnig eru margir utan þeirra beggja.
Æskilegt er að við náum sem flest saman til að fræðast betur, halda námskeið með innlendum sem erlendum þjálfurum og til að öðlast aðild að International Dobermann Club eða I.D.C.
Nú þegar erum við í nánu sambandi við Þýska Dobermann klúbbinn (Dobermann Verein, D.V.) og I.D.C. og þeir sem og aðrir Dobermann klúbbar hvetja okkur til að stofna Dobermann klúbb hér heima til að efla tegundina, ná sátt meðal eigenda, vera með í þeirra uppbyggingu og til að fá þá aðstoð sem við þörfnust til að gera betur.
Þó svo að mikið hafi verið gert, þá er stofnun svona félagsskapar mikil vinna við ýmis mál við að semja lög, reglur, ákveða og kjósa stjórn, því óskum við eftir að fá sem flesta til að mæta á fyrsta undirbúningsfundinn vegna stofnunar á Dobermann klúbbi Íslands þann 6. Febrúar 2005 á Súfustanum Strandgötu 9 Hafnarfirði (önnur hæð) kl:17:00
Kveðja,
Baldvina Karen Gísladóttir
Margrét Gísladóttir
Unnar Már Magnússon
www.dobermann.is
Nánari uppl.
dobermann@dobermann.is
892-3409