Hjálp með glefs í hvolpi!!
Við fengum hvolp þegar að hann var 8 vikna gamall og var hann voða rólegur í fyrstu, en eftir að hann hafði verið hjá okkur í smá stund þá byrjaði hann að glefsa, fyrst þá héldum að þetta væri bara leikur en síðan hefur þetta ágerst og hefur hann tvisvar bitið annan eigandann til blóðs, þegar hann glefsar skömmum við hann alltaf með því að segja hátt og ákveðið nei en hann er voða óþekkur og hlustar ekki á okkur, það er búið að segja við okkur að þetta sé bara tímabil meðan hann er að missa hvolpatennurnar en við erum að verða ráðþrota og okkur vantar endilega leiðbeiningar við að venja hvolp af glefsi.