Og ertu alveg tilbúin að leggja það á hana að eignast hvolpa bara af því að öðru gólki fynnst hún falleg og yndisleg, sem ég efast ekkert um, ertu alveg tilbúin að leggja meðgönguna á hana. Ertu einnig alveg fullkomlega viss um það að hún sé heilbrigð, ég átti poodle tík sem varð 11 ára snemma á þessu ári og í sumar varð ég að lóga henni vegna þess að hún var orðin gjörsamlega blind og með mjög slæmt krabbamein sem ekki var hægt að gera neitt við. PRA er mjög stórt vandamál í þessari tegund og gætir þú verið mjög sátt við það ef að hvolparnir undan henni væru allir meira og minna að verða blindir þriggja til fjögura ára ? Einnig, hefuru tíma og fjárráð til að ala upp og hugsa um got á fullnægjandi hátt ? Hvaða kröfur geriru til karlhundsins annað en að hann sé lítill og ógeldur ? Hvað ætlaru að gera ef að fólk sem á hvolp frá þér getur ekki haft hann lengur, ert þú tilbúin að taka hann aftur og finna annað heimili ? Og ef þú losnar ekki við alla hvolpana, ertu þá tilbúin að hafa þá hjá þér þangað til að þú finnur gott heimili handa þeim öllum ?
Þetta eru allt spurningar sem þú þarft að velta fyrir þér, þetta er eitthvað sem þeir sem leggja hundaræktun fyrir sig velta fyrir sér og alvöru hundaræktendur eru með mjög jákvæð og ákveðin svör við öllum þessum spurningum. Þú verður líka að gera þér grein fyrir því að þú átt ábyrgðina á því að koma með fleiri líf inn í þennan heim, og það er því töluverð ábyrgð fyrir þig að snúa ekki baki við hvolpunum þegar þú ert búin að láta þá frá þér, þeir eru að hluta til á þína ábyrgð þangað til þeir deyja, og ekki taka því léttilega að ætla að para tíkina þína, kynntu þér alla kosti og galla þess að rækta undan henni, þú ert ekki að gera henni neinn greiða með því að láta hana eignast hvolpa, því hún vill það ekkert endilega.