Eitt sem þú getur t.d. gert til að láta hann vita hver ræður, er að banna honum að liggja upp í stólum eða sófum alls staðar þar semm hann liggur hærra en á gólfinu. Það vill nefnilega þannig til, að það að fá að liggja upp í stólum og sófum lætur þá halda að þeir séu jafnir eigandanum, ef ekki hærra settir og þá er hætta á að þeir byrji að stjórna eigandanum. Ef þú lætur ekki eftir honum að fá að liggja upp í sófum, stólum eða upp í rúminu þínu…þá fyrr en síðar ætti hann að læra hver ræður, þegar hann er orðinn góður þá máttu leyfa honum það, en ekki fyrr en hann veit hver ræður.
Ath. Að þetta er ekki það eina, en þetta er mjög mikilvægt. Ungir hundar mega ekki alast upp sem jafningja eigendanna. Þú þarft pottþétt að vera strangari, og ekki láta “hundaaugun” plata þig…vertu ströng og hörð og ekki láta hundinn komast upp með neitt, vendu þig á þetta og eftir nokkra mánuði verður hann orðinn blíður. Talaðu við hundaræktenda eða einhvern sem hefur meiri reynslu við að ala upp hunda, hann getur sagt þér meir um hvað má og hvað ekki…og hvernig á að refsa hundinum án þess þó að fara illa með hann.
Bestu kveðjur og gangi þér vel.
Deeq.
p.s. Ég veit vel það er erfitt að vera strangur við dýrin, en það er mikilvægt svo maður geti verið góður við þau seinna meir.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?