Ég er með chihuahua tík sem mér finnst ganga illa með að gera húshreina. Hún er núna 7-8 mánaða og ef ég skil eftir opið útí garð gerir hún oftast stykkin sín úti, en nú er farið að verða full kalt til þess að skilja eftir opna hurð fyrir hana svo ég er komin í svolítil vandræði.Einhver sagði mér að þessi tegund biður yfirleitt ekki um að láta hleypa sér út, en ég er þó að vona að henni lærist að halda í sér þar til henni er hleypt út.Ég opna fyrir henni mjög oft yfir daginn, en samt koma slysin innifyrir og stundum þegar ég er nýbúin að bjóða henni að fara út. Er einhver sem getur ráðlagt mér hvað best sé að gera?