Málið er með þessa hunda(og ég hef þónokkra reynslu af þeim) að fæstir hafa það sem til þarf þegar kemur að því að halda uppi aga á þessum hundum, þetta á aðallega við karlana og þess verður sérstaklega vart upp úr kynþroskaskeiðinu.
Einnig má minnast á það að ræktun á doberman hundum hefur mér ekki þótt til fyrirmyndar með tilliti til valræktunar, þar sem meingallaðir einstaklingar hafa verið notaðir aftur og aftur þrátt fyrir að reynslan hafi sýnt að þeir eru mjög dominerandi týpa og sem slík mjög hætt við því að þeir sýni grimmd með rangri meðhöndlun.
Þessi dæmi eru mýmörg.