Glerbrot og hundaskítur á gangstéttum.
Komiði sæl kæru hudavinir. Þar sem ég er nýr hundaeigandi og ekki orðin mjög showuð í öllu varðandi það datt mér í hug að spyrja ykkur…. Ég var úti að labba með litla hvolpinn og það eru glerbrot út um allt á gangstéttum svo ég reyni að sveigja framhjá því eftir fremsta megni eða halda á honum yfir þau, eru þófarnir kannski það grófir að þau stingist ekki í hann? Og svo eru alltaf skítaklessur út um allt ömurlegt hve margir þrífa ekki upp eftir hundana sína. Ég bara skil ekki hvernig fólk getur haldið í hundinn sinn á meðan hann skítur á gangstéttina og gengið svo bara í burtu án þess að þrífa það upp.