Þú getur farið á www.hvuttar.net og kíkt þar í tegundir. Þar eru góðar lýsingar á tegundunum.
Einnig er hægt að kíkja á www.dogbreedinfo.com
Mig minnir eins og ég hafi heyrt að Silky sé almennt ekki hrifinn af börnum, en það er auðvitað bara persónubundið eftir hverjum hundi fyrir sig.
Með væntanleg got mæli ég með því að fara á www.hrfi.is og þar finnur þú tengiliði fyrir tegundirnar.
Þeir geta gefið þér upplýsingar um bæði tegundina og svo væntanleg got, og þá komið ykkur í samband við ræktanda og komist á biðlista.
Nota svo bara tímann vel á meðan þið bíðið til að undirbúa komu hvolpsins, kaupa það sem til þarf og umfram allt kynna ykkur vel tegundina, hvernig feldhirðu hann mun þarfnast og ef með þarf, að lesa sér vel til um hundaþjálfun.
Með því að undirbúa vel er mestur árangur, og allt mun ganga mikið betur.
Ég vona að þið finnið rétta hvolpinn fyrir ykkur! :)