Þú ættir að taka þig til og fara á www.dyrarikid.is/spjall www.bestivinur.com/spjall og skoða greinar hérna á huga um hundaþjálfun.
Hvað lætur þig halda að tíkin sé að verða eins og hinn hundurinn var?
Hvað er hvolpurinn gamall?
Eruð þið fyrstu eigendur?
Láttu mig fá eins miklar upplýsingar og þú getur um tíkina og ég skal reyna að hjálpa þér eftir bestu getu.
Hérna er eitthvað smá “basic” fyrir þig.
Að pissa úti:
Byrjaðu að reyna að setja hana bara beint út að pissa og sleppa blöðunum, var að prófa að húsvenja hvolp núna eftir þónokkuð hlé, og mér finnst hreinlega betra að sleppa pappírnum bara, finnst eins og hann rugli hundana svolítið í ríminu.
Hundar pissa helst þegar þeir eru nývaknaðir, nýbúnir að leika, nýbúnir að borða eða drekka.
Farðu með hana út á staðinn þar sem hún á að pissa, í ól, og ekki leika við hana, ekki tala við hana eða sýna henni sérstaka athygli.
Ekki labba mikið um, eftir smátíma mun hún sennilega pissa.
Þá hrósar þú henni mjög vel og gefur henni svo kannski smá verðlaun.
Hættu svo með verðlaunin eftir smá tíma og notaðu bara hrósið.
Ef hún pissar ekki þegar þú ferð með hana út, reyndu þá að labba inn á gang eða inn í húsið í smástung (30 sek-2 mín, ekki taka ólina af neitt) og svo aftur út.
Þetta tekur tíma, en svínvirkar í flestum tilfellum.
Mér tókst að húsvenja 4 mánaða tík á 2 dögum með þessari aðferð, hún var búin að bíta í sig að það hreinlega ÆTII að kúka og míga inni.
Glefs í hendur:
Ef hún glefsar í ykkur þegar þið eruð að leika við hana, segðu mjög ákveðið NEI, með dimmri röddu og hættu algerlega að leika við hana, ekki horfa á hana einu sinni.
Þeim finnst það alveg hræðileg refsing að vera hundsaðir af fjölskyldunni sinni.
Einnig má reyna að rétta henni dót þegar hún er að bíta í ykkur, svínseyra eða eitthvað gott til að naga.
Það er nauðsynlegt að hún eigi nóg af dóti til að naga, og geti alltaf nálgast það.
Ekki leyfa henni undir nokkrum kringumstæðum að vera laus úti, aldrei!
Ekki fyrr en hún hlýðir nafninu sínu 150%, það var keyrt yfir Chihuahua hund hérna í mínum heimabæ í sumar, hann hlýddi ekki innkalli sem sennilega olli því að hann lenti undir bíl.
Vona að þetta komi þér aðeins af stað, en endilega lestu þér til um hundaþjálfun, það margmargborgar sig.
Og ekki hlífa tíkinni við þjálfun þó hún sé smáhundur, þeir þurfa alveg á jafnmiklum aga að halda og stærri hundarnir :)
Það er líka mjög gott fyrir samband eiganda og hunds að gera hlýðniæfingar saman, treystir böndin, þið lærið að þekkja hvor aðra og er mjög góð andleg þjálfun fyrir hundinn.