Mín reynsla af HRFÍ
Eftir vandlega skoðun á tegundum og vegna þess að ég er nýr í hundabransanum keypti ég mér þýskan bendir og varð strax hrifin af þeirri tegund og það hrifin að ég ákvað að fara með hann á ræktunarsýninguna í Okt og þá í keppni 4-9 unghunda og rétt fyrir september byrjun ákvað ég að hringja í HRFI og símaskrá hann, leit allt vel út og viðkomandi aðili ætlaði að senda mér allar uppl. um málið,kvittun(greiddi með vísa) og hvenær sýningarþjálfun yrði en ég stóð í þeirri meiningu að það þyrfti allavegana að mæta klst fyrir mót og tilkynna að maður sé mættur og svoleiðis en svo skrapp ég út til útlanda og hélt að þetta yrði nú allt komið í pósti þegar ég kæmi en svo var sko ekki þannig að ég ákvað að senda þeim email og spyrjast fyrir um það sem var búið að lofa mér að senda til mín og fleiri uppl en svarið þeirra í HRFÍ kom mér á óvart og ekki kannski til að aðstoða mann sem er algjörlega nýr og grænn í þessum málið en svarið var að það væri augl tími á www.hrfi.is síðunni hvenær hver tegund er, það var nú allt sem ég fékk og kannski alls ekki þess sem ég þurfti enda búin að sjá tímasetninguna, mjög líklega er ég búin að missa af sýningarþjálfunninni vegna þess að ég fékk ekki að vita um hana og þá veltur maður fyrir sér hvort maður ætti nokkuð að vera að fara. Kannski hefði ég átt að ganga betur eftir þessu en ég hélt að 2 samskipti ættu nú að nægja en allavegana er mín reynsla af HRFÍ ekki góð. kveðja