Fyrst ættir þú að hætta alfarið og með ÖLLU að gefa honum nokkra einustu örðu af mannamat.
Á hvaða þurrfóðri ertu með hundinn á, og hvað hefur þú verið lengi með hann á því fóðri?
Ég myndi mæla með því að ásamt því að hætta að gefa honum mannamat, að kemba honum vel daglega, og kaupa góðan hundamat sem hentar hundinum fullkomlega.
Td ef hann hefur verið lengi á þessu þurrfóðri sem hann er á núna að fá annað fóður með minni próteinum í.
Talaðu endilega við starfsmann í Dýrabúð, eða við dýralækninn um þetta, Dýri gæti einnig gefið hundinum vítamín sprautu eða ráðlagt þér að setja hundinn á B vítamín kúr.