Sæl,
Best er að panta ólina frá USA t.d. eru Dogtra(dogtra.com) með frábærar ólar, ég nota sjálf 200NCP ólina. Á henni er pager function, sem virkar eins og titrari á gsm síma og nota ég hann mest á mínum hundi. Það verður að kenna hundinum á ólina og er hún notuð til að leiðbeina, ekki til að kenna nýjar skipanir!! Hundurinn verður að skilja hvað þú vilt, og er ólin eins og framlenging á hendinni(ekkert ósvipað því að vera með rosa langa ól í hundinum og kippa þegar hann gerir eitthvað af sér). Mér finnst ólin alveg æði og er minn hundur mjög ánægður með þetta líka þar sem hann skilur nú hvað hann má og má ekki og fær þess vegna miklu meira frelsi en áður(hoppar um af gleði þegar ég næ í ólina því þá er eitthvað skemmtilegt að fara að gerast). ÉG er í sambandi við hundaþjálfara úti sem ræktar labrador hunda og er búin að þjálfa mörg hundruð hunda og eigendur með svona ól og er ég í stöðugu sambandi við hana. Mér finnst alveg nauðsynlegt að þú setjir þig í samband við reynda manneskju áður en þú notar ólina á hundinn þinn! Ég notaði ólina fyrst á mig og var ég hissa að þetta meiddi bara ekki neitt(var eins og að koma við bílhurð og fá smá stuð) en hundurinn verður hissa fyrst að þú getir í rauninni skammað og leiðbeint honum án þess að hann sé í ól!! Ég nota ólina í allri minni þjálfun núna, og er ég núna miklu hlyntari þessari aðferð heldur en t.d að kippa með kyrkingaról(Sem skaðar hundinn meira) eða að rífa í hnakkan á honum, aðferðir sem hundaþjálfarar hérlendis nota(t.d.). Ef þú vilt vita meira, endilega sendu mér bara email á gryla@hotmail.com
Gróa