Sælt veri fólkið.

Þann 17. apríl veiktist góð vinkona mín alvarlega og er útséð með það að hún geti tekið að sér alla hundana sína aftur. Við erum því að leita að góðum heimilum fyrir 3 fullorðna Basenji hunda. Eina tík og tvo hunda.

Fyrir þá sem ekki þekkja Basenji tegundina, þá fara þeir lítið sem ekkert úr hárum, það er lítil sem engin hundalykt af þeim og þeir kunna ekki að gelta. Þeir eru ákveðnir og stríðnir og stundum jaðar við að þeir séu þrjóskir.

Þeim finnst gott að sofa og finnst fátt betra en að kúra með eigandanum fyrir framan sjónvarpið. Nánari upplýsingar um tegundina er hægt að finna á www.dog.is.

Ef að einhver á þessum vef hefur áhuga á að gefa Basenji hund framtíðarheimili, þá er hægt að ná á mig í síma 897 2099, eða með því að hringja í númerin sem gefin eru upp á dog.is.

Bestu kveðjur,
Kjartan Sverrisson<br><br>Kjartan
kjartans@hugi.is
Kjartan