hundur étur kúkinn sinn
ég á 6 mánaða gamlann schaffer hund sem er alveg yndislegur og ótrúlega vel gefinn að ég hef ekki séð annað eins vel gefið dýr, segi þetta ekki af því ég á han heldur af því hann er bara svona yndislegur. þegar hann var lítill þá átti hann það til að kúka og pissa á gólfið eins og flestir hundar gera þegar þeir eru litlir. pabbi reyndi að venja hann af þessu og var soldið strangur við hann og skammaði hann. það átti hann ekki að gera því núna þegar hann skítur inni þá étur hann alltaf kúkinn sinn. á morgnanna þegar við vöknum þá sjáum við alltaf ummerki um að hann hafi étið kúkinn sinn sem er alveg hræðilegt. hann étur kúkinn til þess að fela hann fyrir húsbóndanum. er hægt að gera eitthvað í þessu ? venja hann af þessu ? Þarf kannski að fara með hann til hundaþjálfara eða eitthvað þannig ? við myndum gera allt fyrir hann til þess að láta hann hætta að éta kúkinn sinn. HJÁLP !