Veistu, ég get bara ekki verið sammála þér, ég á bæði dobermann hund og border collie, þau búa bæði í borginni hjá mér þrátt fyrir að þetta séu miklir vinnuhundar. Það er ekkert meira frelsi að búa úti í sveit þar sem að hundarnir sem eru í sveitum eru yfirleitt í mjög lítilli vinnu, þeir fá e.t.v. ágætis hreyfingu en þeir fá nánast ekkert að gera nema að hreyfa sjálfan sig og hanga… nú fyrir utan þessa fáu daga sem bændur þurfa virkilega á fjáhundum að halda en þeir eru því miður bara of fáir, og satt best að segja þá eru allt of fáir bændur sem kunna eitthvað með alvöru fjárhund að gera, því oftar en ekki er hundurinn á bænum ekki þjálfaður og algjörlega gagnlaus við smalamensku og því yfirleitt skilin eftir þegar kemur að alvöru vinnu og bóndinn hleypur bara sjálfur.
Dobermann var aldrei ræktaður til að vera sveitahundur, heldur var hann hreinn og beinn þéttbýlishundur sem átti að fylgja eiganda sínum og vernda hann. Dobermann hentar þeim sem hafa nægan tíma til að vera með hundinum sínum og er tilbúin að eyða tíma í að kenna honum og þjálfa, til þess er þessi tegund, ásamt nánast öllum þessum tegundum sem tilteknar eru sem vinnuhundar. Vinnuhundar þrífast á samneiti við eigandann og þeim hentar yfirleitt ekki mjög vel að búa í búrum í útihúsi, án þess að fá að vera með eiganda sínum að degi til.
Meira að segja border collie sem er hreinnræktaður sveitavinnuhundur unir sér vel í borg hjá réttum eiganda, það er ekkert sem segir að af því að hundur býr í borg að hann fái ekki að hlaupa laus á hverjum degi (eigendur taka sig til fara með þá út fyrir borgina til að virða þá og gera eitthvað með þeim) og satt best að segja þá er ég viss um það að border tíkin mín hefur það mun betra en margir aðrir border collie hundar sem búa í sveit, hún fær athygli á hverjum degi, góðan mat og mikið að gera. Hvernig getur það verið verra en að búa í sveit þar sem að hundur fær basicly að gera það sem hann vill (sem er í raun ekki í þeirra eðli) og hefur í raun lítið að gera nema að láta sér leiðast eða finna sér eitthvað hlutverk eins og t.d. að smala bílum…
Ég skil ekki alveg hvernig þú getur vorkennt hundi af vinnuhundategund bara af því að hann býr í borg, hvað með t.d. lögregluhundana, þar eru t.d. margir schafer hundar sem eru bæði varðhundar og fjáhundar, ætlaru virkilega að segja mér það að þeim muni koma til með að líða betur í sveit þar sem þeir fá ekkert að gera í samanburði við það að vera með eiganda sínum á nánast hverjum degi í vinnu, þetta er jú það sem þeir voru ræktaðir til að gera.