Ágæta fólk,
Ég sendi inn þessa grein til þess að spyrjast fyrir um
áríðandi hlut.
Það er þannig, að ég hef heyrt að það er fjölskylda ein
á heimabæ mínum sem á hund. Ég segi ekki hvað hundurinn
heitir, en bærinn heitir Akureyri. Það skiptir þó ekki
höfuðmáli hér.
Hundurinn þeirra er nú orðinn afar feitur. Hann var ekki
svona feitur fyrir nokkrum árum síðan, en í þá daga leit
hann eðlilega út. Ástæðan fyrir því að hann er feitur er
sú að fjölskyldan fer ekki lengur með hann neitt út að ganga.
Hún hleypur hundinum aldrei út, nema rétt út í bakgarðinn
þar sem hann getur lítið aðhafst. Jafnvel þótt að garðurinn
sé ekki lítill, þá getur hann ekkert hlaupið neitt að ráði.
Þar að auki getur hann ekkert séð út, því að það er búið
að setja háar girðingar í kringum bakgarðinn.
Spurningin mín er: Flokkast þetta undir vanrækslu á hundum?
Er þetta lagabrot?
Kveðja,
Rostungur.