Hæ hæ hugarar og aðrir hundaeigendur.
Það eru smá vandamál hjá mér. Ég keypti mér tík sem var sögð að vera hreinræktuð af Border Collie. Allt í lagi með það. Ættin hennar fylgdi með á blaði. Ömmurnar og afarnir hennar eru skráð en ekki foreldrar hennar. Svo þegar ég ætlaði að láta skrá hana, þá var sagt við mig að hún væri ekkert ra***** hreinræktuð. Ég meina, hvað er málið hjá fólki sem eru að rækta hunda í eigin hagsmunasemi, að skrá ekki foreldra áður en krílin eru seld? Úr þessu goti komu 8 hvolpar og 2 þeirra voru skilaðir til baka útaf þessu vandamáli. Það hvarflaði ekki að mér að skila minni tík. Þetta er bara hundurinn minn þótt að það séu einhver vandamál með hennar ættir.
Vildi bara deila þessu með ykkur og endilega segið mér svipaða sögu ef þið vitið.