Mér tókst að húsvenja hundinn minn á viku…
Aðferðin mín er sem sagt þannig að í hvert skipti sem þú kemur að honum pissandi (eða gerandi annað verra!) segðu þá hátt og skýrt NEI og farðu með hann út. Ef hann pissar þar skaltu hrósa honum, klappa og leika við hann.
Ég vil minna þig á að það má ALDREI slá hund þó hann æli, kúki og pissi í rumið manns! Það gerir hann bara taugaveiklaðann.
Ef þú sérð piss eða kúk eftir hann máttu ALLS EKKI skamma hann því þá er hann búinn að gleyma því sem hann gerði. Til að geta skammað hann verðuru að ná honum í verkinu.
Þetta reynist sumum hundum erfiðara að ná heldur en öðrum…þetta þarfnast sem sagt þolinmæði!
Voandi hjálpar þetta eitthvað :)
Kveðja,
labgirl