Popo , the mighty one…
Ríkisskattstjórinn kominn í Dalsmynnisbókhaldið.
Fyrir helgi fékk ég bréf frá Ríkisskattstjóra þar sem ég var beðinn um gögn varðandi kaup á hvolpi frá Dalsmynni, sem átti að hafa skeð á tímabilinu 1999 - 2003, einungis var talað um einn hund en ég keypti tvo með 3ja ára millibili, sem sagt þau hafa ekki gefið yngri hundinn upp til skatts, ég var beðinn um öll gögn varðandi kaupin á hundinum, þar á meðal ættbókarnúmer svo eitthvað sé nefnt, mig langaði að koma þessu á framfæri, því þegar svona lagað er gert, hefur Ríkisskattstjóri tekið allt bókhald Dalsmynnis til endurskoðunnar. Það er tekið fram að þetta sé gert vegna viðurlaga við tekjuskatt, eingarskatt og virðisaukaskatt.