Þannig er að ég á 4 mánaða blendingstík sem er blanda af Collie og Retriever og ég er í dálitlum vandræðum með hana sem lýsa sér í því að þegar ég kem heim og hún fagnar manni ákaft þá pissar hún undantekningarlaust þar sem hún stendur þ.e.a.s. hún kemur hlaupandi til mín og ég klappa henni og þá pissar hún. Hún gerir þetta eingöngu þegar ég kem heim en ekki annað heimilisfólk og ég tek það skýrt fram að það er ekki vegna hörku í mér sem hún lætur svona enda er ég sá sem mest hef reynt að þjálfa hana og hún er síður en svo hrædd við mig. Kannist þið við þetta vandamál?