Ég held að þessi matur sem hún er á ætti að duga henni fínt núna, þangað til um eins árs aldur.
Ég myndi fara að kemba henni bara daglega með td. svona gúmmíhanska bursta, þeir eru mjög góðir á svona snöggan feld eins og labbinn er með.
Þeir taka svona hárlos tímabil, en mín reynsla af Labrador er sú að hann fari mikið úr hárum, ég var að finna hár út um allt (matnum mínum líka)
Ef þetta fer ekkert að skána eða versnar, þá kannski ættir þú að biðja dýralækninn um að kíkja aðeins á hana, ég nefnilega veit ekki hvað þú átt við mikið magn af hárum þegar þú talar um þetta hárlos :)
Endilega vertu svo í sambandi við mig ef þú vilt fá einhverjar ráðleggingar varðandi óþekktina í henni, ég get kannski gefið þér einhver ráð eða bent þér á einhverja sem gætu hjálpað þér með þetta.
Gangi þér vel með hana, og endilega sendu okkur myndir af henni!! :)<br><br>———————————————–
<i>Mundu að þú kennir fólki hvernig það á að koma fram við þig .. </i