Hún er blönduð af alaska höskí og úlfi. núna er hún 2 vikna gömul ég fæ hana ekki strax en ég fer að heimsækja hana einu sinni til tvisar í viku til að fylgjast með þroskanum.
Ég er svo spent að ég get valla beðið eftir að hún nái réttum þroska.
En það sem ég er að hugsa hvort einhver geti bent mér á eða gefa mér smá hint hvernig er að fá hvolp inn á heimilið.
ég er heima allan daginn er í fjarnámi þannig að ég hef mikinn tima fyrir hvolpinn það er ekki vandamálið, ég er bara svo hrædd um að bera mig vitlaust að þegar ég fæ hana loksins
Já ég nefndi hana Röskvu úr goðafræðinni.
Endilega verið svo væn að hjálpa mér eins og þið getið því ég vil ekki að neitt fari úrskeiðis með þennan fallega hvolp.