Það voru aldrei nein skilti. Í sumar vísaði vörður mér af svæðinu og sagði að það væri bannað að vera með hunda þarna. Ég spurði hann af hverju það væru þá engin skilti sem bönnuðu það, þar sem þetta svæði er í um 2ja km fjarlægð frá næstu íbúðarhúsum. Hann sagði að það hefðu alltaf verið skilti en einhver hefði alltaf rifið þau niður (enda er ég ekki hissa). Ég skrifaði um þetta í blöðin alveg band brjálaður og sendi harðort bréf til bæjarstjórnar. Þeir hafa ekkert gert en svo virðist sem þeir þykist ætla að gera svæði fyrir hundaeigendur hér í Hafnarfirði (spurning hversu fallegt það svæði verður). Það er ekkert svæði í Hafnarfirði þar sem þú mátt vera með hundana þína lausa, nema upp við Kaldársel og mér finnst nú ekkert sérstaklega gaman að labba þar. Ég þarf að fara í Reykjavík til að geta labbað með tíkina mína lausa.
Mér finnst að við hundaeigendur ættum að láta heyra aðeins hærra í okkur. Ég fór upp að Hvaleyrarvatni að meðaltali 3svar til 4 sinnum á viku. Ég held ég hafi nú nokkuð fyrir mér þegar ég segist hafa hitt fleiri hundaeigendur þar heldur en fólk á gangi án hunda. Ég spyr þá, er ekki verið að brjóta á meirihlutahópi? Er verið að banna hundaeigendum að vera á þessu frábæra svæði því Jón Jónssson gæti komið einu sinni upp að vatninu með börnin sín að sumri til? Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Ég er t.d. miklu hræddari við að vera laminn af einhverjum aðila sem ég hitti úti á götu heldur en að ókunnugur hundur mundi ráðast á mig. Ég ber virðingu fyrir því að fólk geti verið hrætt við hunda en oftast er þetta ekkert annað en fáviska í fólki. Fólk getur sigrast á hræðslunni ef það vill það. Ég hef aldrei verið bitinn af hundi en ókunnugar manneskjur hafa ráðist á mig. Á þá ekki að svæfa þær manneskjur sem ráðast á mig eins og gert er við hundana? Nú segja sumir “vertu ekki að setja hunda á sama stall og mannfólkið”. Málið er einfalt, manneskjur eru skepnur og við erum ekki yfir náttúruna hafin. Það þarf að temja lítil börn eins og það þarf að temja hvolpa, við erum ekkert annað en villt dýr. Þetta er allavega mín skoðun og þið verðið bara að virða hana.
Ég get alveg skilið það að hundaeigendum sé bannað að vera þarna yfir varptímann en annars finnst mér að þeir eigi að fá að vera þarna eins og allir aðrir. Borgum við ekki jafn mikla skatta og aðrir? Það er komið fram við hundaeigendur eins og plágu, mun verri plágu heldur en reykingafólk og dópista (vona að fólki sé sama þó ég blandi þessum hópum inn í þessa umræðu).
Ég fékk þær upplýsingar frá bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar að í Hafnarfirði séu skráðir rúmlega 1200 hundar. Ef við segjum að meðal fjölskylda með hund séu þrjár manneskjur, þá erum við að tala um ca. 3600 hundaeigendur í Hafnarfirði. Það er nokkuð mikill fjöldi.