Ég á hund sem að nagar allt sem að kjafti kemur. Ég held að þetta sé bara einhver tannapirringur í honum..
Hann er búinn að læra að ekki á að naga skó og hann hlýðir alltaf þegar ég banna honum að naga hluti en honum tekst alltaf að finna sér nýja hluti.
Svo er hann aæveg ferlegur með hendurnar á fólki, hann getur ekki bitið fast en það er ekki sérlega gaman að sýna hundinn sinn þegar hann fer að naga þá sem ætla að skoða í sundur. Þegar ég banna honum að naga hendur eða fætur þá hlýðir hann ekki nema í mestalagi 5 sek og þá byrjar hann aftur.
Hvað get ég gert? Hann er svo hlýðinn með alla hluti nema mannanagið. Hann á sitt nagdót..<br><br>ZZZzzzz
ZZZzzzz