Það eru til margir ágætis Dobermann hundar í landinu en þeir hafa ekki sýnt fram á neitt eins og þessir sem verið er að auglýsa í fréttablaðinu.
Góður Dobermann er ekki það sama og góður Dobermann. Eitthvað er verið að flytja inn hunda um þessar mundir bæði frá USA og austantjaldslöndunum, en það er sama sagan með flesta þessa hunda, þeir hafa ekki sýnt fram á neitt. Þ.e. ræktunardóm(að vera framúrskarandi), vinnupróf sem sýnir vinnueiginleika tegundarinnar, skapgerðarmat (þá er ekki átti við skap skoðun v/innflutnings), heilbrigðiskröfur (mv. tegund) osfrv. Í landinu eru margir ágætis hundar og maður getur verð heppin, en engir sem hafa sýnt fram á allt þetta.
Því miður eigum við síðan alveg gommu af óviðurkenndum ættbókarlausum hundum. Því eins og við vitum þá er bara til eitt viðurkennt félag HRFÍ. Hjá öðrum félögum eru engar heilbrgiðiskröfur fyrir tegundir í gildi.
Athugaðu málið því vel.