Ég fann þetta efni í einni hundabók sem ég á og mér fannst tilvalið að lísa fyrir ykkur llíkamslögunina á chihuahua.

Ég ætla að byrja á höfðinu: Höfuðið er kallað Hvelfing (Apple), það er hvelft og kúlulaga og líkist epli.

Þeir eru flestir með yfirbit það er þegar neðrikjálkinn er styttri. Framtennur í efrigómi eru framar en framtennur í neðri gómi þegar hundurinn bítur saman ( einns og hjá okkur).

Augað: er kallað hnöttur (Globular) þau eru hnöttótt, stór, ekki útstæð og dökk.

Augnasvipur er mjög vökull.

Eyrun eru stór og upprétt þegar hundurinn er spenntur eða áhugasamur.

Brjóstkassi er breiður og djúpur og rifbeinin eru hvelfd.

Skottrót er ofarlega, þeir bera skottið hátt og það er eitt af einkennum tegundarinnar.
-sissa