Við erum að leita okkur að hundi og viljum taka hund eða tík sem er á heimili þar sem er ofnæmi eða einhver önnur ástæða fyrir því að ekki er hægt að hafa hann á heimilinu fyrir utan mikil vandræði á hundinum sjálfum.
Við erum svolítið heit fyrir Border collie blönduðum eða hreinum eða labrador blönduðum eða hreinum. En allt kemur til greina.
Við búum í sveit þar sem hundurinn mun fá nóga útiveru en verður samt ekki lokaður úti sem einungis útihundur… hann fær einnig að vera sófadýr ;o)
Við erum þrjú í fjölskyldu, semsagt 9 ára drengur á heimilinu, þannig að hundurinn eða tíkin ætti ekki að verða fyrir miklu barnaáreiti nema þá bara í leik ;o) sem er í lagi…
Endilega hafið samband ef við vekjum áhuga í mail Liljad@mmedia.is
Kær kveðja Lilja