Það ER hægt að kenna gömlum hundi að sitja, það er því ennþá von!
Þessi hundur hefur greinilega átt erfiða æsku fyrst hann kúkar og pissar ennþá inni og er svona grimmur. Ef þú kemur að honum kúkandi eða pissandi inni segðu þá NEI og farðu strax með hann út. Ef hann kukar/pissar þar hrósaðu honum þá mikið.
Hins vegar ef þú sérð piss/kúk á gólfinu þá máttu EKKI skamma hann, því hann getur ekki tengt skammirnar við atburðinn nema hann sé skammaður í miðju verki!
Hann á örugglega erfitt með að treysta fólki. Eg mæli með að láta hann eiga sig í nokkra daga á meðan hann er að átta sig á nýja heimilinu, eigandanum og reglunum. (Þú ferð samt út með hann og gefur honum að borða!)
Leiktu svo með eitthvad hundaleikfang sjálf og sjaðu hvort hann komi til þín. Ef hann kemur og tekur leikfangið af þer mattu ALLS EKKI hlaupa á eftir honum, þá heldur hann að hann stjorni þer. Sittu bara kjurr og farðu að leika við annað leikfang. Hann kemur örugglega aftur og leikur við ÞIG, þa mun traust hans til þin örugglega aukast.
Grimmdin í honum mun örugglega minnka ef þú leikur við hann. Byrjaðu á þessu, smam saman geturu reynt að klappa honum þegar þið leikið, og loks bara klappað honum.
Kenndu honum líka að setjast, leggjast, bíða og koma og hafðu nammi í verðlaun. (Það eru margar greinar um hvernig maður a að kenna hundinum sinum svona trix a netinu t.d. hvuttar.net).
Einnig er mjög mikilvægt að matartiminn hans ma aðeins vera i 15-20 min, eftir það seturu matinn á stað sem hann nær ekki og hann fær hann ekki aftur fyrr en á næsta matmalstima.
Allt þetta sem eg hef skrifað her lærði eg i bokinni “The Dog Listener” eftir Jan Fennell og þar er einnig kafli um “ættleiðingu” erfiða hunda. Mig minnir að maður geti pantað hana a amazon.com
Gangi þer vel :)
Kveðja,
labgirl