Ég á dásamlegan Beagle hund sem er ósköp ljúfur og miðað við þær sögur sem ég er að heyra af öðrum beagle hundum sem við höfum hitt þá er minn mjög stilltur. En hann er samt alger terroristi miðað við labrador tíkina sem vinkona mín átti (þegar hún var á sama aldri).
En það skal reyndar viðurkennt að fyrstu 2 vikurnar voru mjög rólegar, eftir það fór kallinn að láta í sér heyra. Þá var hann orðinn öruggur, hérna átti hann heima og hér myndi enginn meiða hann eða kasta honum á dyr. Þá fór nú að færarst fjör í leikinn ;)
En hann er reyndar ótrúlega fyndinn karakter. Hann fer svo oft í fýlu. Ef honum finnst við ekki hafa verið nógu lengi úti í göngutúr þá leggst minn bara út í horn eins og til að segja “huh.. ég verð þá bara í fýlu hér!” og stundum “huh… þú segir það, ég pissa þá bara hér….hvað segir þú um það?” Svo horfir hann alveg í augun á manni á meðan hann lyftir upp fætinum og mýgur á gólfið. Bara svona til að skamma okkur fyrir að hafa gert honum eitthvað, eins og að fara ekki út að labba í langa göngutúrinn “NÚNA” eða að láta hann í pössunn í smá stund… SKAMM! Alger prakkari.
En gangi þér vel!
Tzip