Það er stórskrýtið með þessa hunda hvað þeir geta verið furðulegir:). Það sem ég er að meina er: Ég átti einu sinni lítinn íslenskan hund sem hét Kátur. Hann var nú ekkert mjög stór en var það skrýtinn að hann gelti og réðst alltaf á miklu stærri hunda. Yfirleitt lögðust þeir bara ofan á Kát;).
Svo var það frændi minn sem átti mjög stóran, svartan hund sem hét Kolur. Kolur var svona stór, en afskaplega feiminn. Hann var engin gunga, en afskaplega rólegur, og já, feiminn.
Svona getur þetta verið skrýtið, litlir hundar eru kolbrjálaðir, og þeir stóru feimnir!