Þetta er ein fjölhæfasta tegund sem ég veit um!
Hvort sem er í leit og björgun,blindradýr,skotveiðihund,varðhund,eða einfaldlega heimils og fjölskylduhundur!
Þetta snýst allt um getu og þolinmæði eigendans til að þjálfa hundinn rétt upp.
En ef þú hefur í huga að fá þér Schafer og hafa hann með í veiði,þá skaltu velja þann hvolp sem er minnst hvekktur,og venja hann strax við byssuna.Já og annað,,,þessi tegund er svolitið japlgjörn.semsé japlar á öllu,steinum,boltum og fuglum.Þetta er hægt að venja af þeim með því að láta þá sækja egg,því um leið og þeir brjóta það,þá bregður þeim,og þa skal garga og skamma þá.Gera þetta þangað til hann skilur og passar að taka eggið varlega upp og ekki bíta,né japla!:)
Ég þekki ekki ennþá Schafer sem er vatnshræddur,hann gerir í raun og veru allt sem húsbóndinn biður hann um,,svo framalega hann skilur hvað það er nákvæmlega sem hann á að gera.
þetta er skemmtileg og falleg tegund.Svolitið dæmd ennþá af fjöldanum,,en það er vonandi á góðri leið með að breytast.
Eini gallinn er að það er bara andskoti erfitt að fá svona hund!
En samt sem áður,velkomið að spyrja,vonandi á ég svör handa þér.
Kær kveðja
Shiva