Pug hundar eru ljúfir, ástúðlegir, fjörugir og töfrandi. Pug hundurinn er frekar erfiður í þjálfun, og ætti hún að byrja snemma. Honum semur vel við aðra hunda og önnur dýr, puggar þurfa mikla athygli og verða afbrýðissamir ef eigandinn hunsar þá. Pug umber börn oft ekki vel. Hann geltir ekki oft og því er hann ekki heppilegur varðhundur. Hann þolir illa heita veðráttu. Pug er góðlyndur og greindur en getur verið torskilinn og viðkvæmur.

Pug var minnkaður niður frá stærri Mastiff hundum fyrir minnst 2.400 árum. Forfeður Pug voru eitt sinn gæludýr Búdda Presta. Hann barst fyrst til Hollands í kringum 1600 og var þróaður í Bretlandi á 17 öld. Þessir hundar urðu síðan vinsælir sem gæluhundar kónga og mikilmenna. Pug þýðir “fullt af hundum í takmörkuðu rími”.

Augun á pug eru viðkvæm fyrir ryki og óhreinindum og þarf að fylgjast vel með þeim, eins með fellingarnar í andlitinu. Bursta þarf yfir hann tvisvar eða þrisvar sinnum í viku.
Pug þarf ekki mikla hreyfingu, hann getur þrifist á stuttum göngutúrum. Það má ekki ofkeyra hann, sérstaklega ekki þegar heitt er í veðri. Litir Pug hunda eru: Silfur, apríkósu, ljósgulbrúnn eða einlitur svartur. Trýnið og eyrun eiga alltaf að vera svört. Ef hundurinn er ljós á litinn getur legið dökkur áll eftir bakinu, svartir blettir eru á hvorri kinn.

Ég þekki einn Pug hund sem að heitir Katla, ég leik mér stundum við hana og hún er mjög sæt. Hún Katla er mjög feit, mér var sagt að hún væri of feit til að eignast hvolpa en hún er samt algjör krúsídúlla!

Kveðja Birki