læja ég skrifa ekki oft hérna á þessu áhugmáli en svo var það að ég var að fá hund fyrir svona 5 mánuðum, hann er eins og hálfs árs núna.
Hann fær göngutúr útí fjöru og fær að valsa þar um frjáls alla daga, hann hefur 20 fermetra sólstofu til að vera á með opið útí lokaðan garð sem hann fær að valsa inn og út í eftir vild.
EN eitt er vandamálið samt, Hann nagar gjörsamlega allt: rafmagnssnúrur, vídeospólur, nýlega át hann arm af gömlum leðurstól, hann nagar blómapotta með blóimum í, föt, skó bara allt sem hann kemst í.

Er þetta algeingt vandamál eða er þetta eihvað einsdæmi.
Hann var víst búinn að fara í hundaskóla áður en við fengum hann og hann og mjög hjíðinn og þægur fyrir utan þetta.

Ef þið kunnið eihvað ráð þá væri flott að fá að heira þau.

-Guybrush